„Kannski þurfti mann­fólkið að verða fyrir svona á­falli til þess að ná áttum“

24. mars 2020
18:20
Fréttir & pistlar

„Sam­fé­lög manna verða ekki söm og áður. Það er lík­legra en hitt að gildis­mat okkar breytist og að þau sam­fé­lög ofur­neyzlu, sem orðið hafa til, ekki sízt á Vestur­löndum, muni smátt og smátt hverfa eða a.m.k. láta undan síga.“

Þetta segir Styrmir Gunnars­son, fyrr­verandi rit­stjóri Morgun­blaðsins á blogg­síðu sinni um CO­VID-19 far­aldurinn. Styrmir segir að þau eftir­köst séu já­kvæð og nefnir hann sér­stak­lega lofts­lags­breytingar. Þá veltir Styrmir upp þeirri spurningu hvort kórónu­veiran sé að opna augu fólks að á sama tíma og sumir á Vestur­löndum lifi í ríki­dæmi og of­neyslu þjáist fjöl­mennir hópar vegna fá­tæktar í öðrum heims­hlutum. Styrmir segir:

„Kannski þurfti mann­fólkið að verða fyrir svona á­falli til þess að ná áttum.“