„Kannast les­endur við þetta sem við­brögð við tráma?“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir fyrr­verandi for­maður Eflingar hefur verið með Abba­labba­lá eftir Davíð Stefáns­son og Frið­rik Bjarna­son á heilanum síðan hún sagði skilið við for­manns­stöðuna.

Sól­veg upp­lýsir um þetta í léttri Face­book færslu. „Kannast les­endur við þetta sem við­brögð við tráma? Að þurfa að syngja deleringar Davíðs Stefáns­sonar oft á dag? Er þetta sjálfs­hatur eða sefjun sem or­sakar?

Er ég Abba­labba­lá sem bítur og slær eða eru það þau þarna og ég þá Davíð? Hvernig getur svona gerst í heila konu? Hvernig?“

Að síðustu biður Sól­veig fylgj­endur sína um að­stoð. „Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upp­lýst mig um hve­nær í guðs nafni ég get hætt?
Abba­labba­abba­labba­abba­labba­lá-abba­labba­labba­labba­hjá­á­álp....
Hér má sjá Davíð kyrkja fugl. Hann var greini­lega mikið fól.“