Kannanir kvöldið fyrir kjördag sýna sitthvora söguna: Meirihlutinn rétt fellur eða heldur

Kannanir Maskínu og Gallup sýna ólíka sögu degi fyrir kjördag. Maskína spáir því að meirihlutinn rétt haldi með 12 af 23 borgarfulltrúum en meirihlutinn rétt fellur samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup með 11 borgarfulltrúa af 12.

Í báðum könnunum er Samfylkingin stærsti flokkurinn, með 22,8 prósent í könnun Maskínu en 24 prósenta fylgi í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er næst á eftir með 20,5 prósent fylgi í könnun Maskínu en 21,5 prósent fylgi í könnun Gallup.

Í báðum könnunum er Framsókn þriðji stærsti flokkurinn, naumlega stærri en Píratar í könnun Maskínu en vel yfir þeim í könnun Gallup. Samkvæmt könnun Maskínu fengi Framsókn 14,6 prósent atkvæða en Píratar 14,5 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa hvor flokkur.

Í könnun Gallup er Framsókn hinsvegar með 17,5 prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa en Píratar 13,2 prósent fylgi og þrjá borgarfulltrúa.