Kæri ríki Ís­lendingur og ráða­menn

Ára­mótin 2019 áttu 190 fjöl­skyldur á Ís­landi 155 milljarða.

Í lok árs 2018 til­­heyrðu 238 fjöl­­skyldur rík­asta 0,1 pró­­senti þjóð­ar­innar og áttu þær sam­an­lagt 260 millj­arða króna í eigin fé.

Þær fjöl­skyldur sem myndatekju­hæsta eitt prósent lands­manna juku auð sinn um 189 milljarða króna á árunum 2017 og 2018.

Ég sting uppá að þessar 190 fjöl­skyldur stofni sjóð fyrir leik­skóla­kennara, heil­brigðis­starfs­fólk, kennara og starfs­menn verslana.

Þetta er fólkið sem hefur haldið sam­fé­laginu gangandi.

Leik­skóla­kennarar gæta barnanna þinna svo þú getir á­fram á­vaxtað aurana þína.

Kennarar fræða börnin þín.

Starfs­fólk verslana af­greiðir þig um mat­vöru þegar þú ert ný­kominn úr skíða­ferðinni þinni í Ölpunum.

Úr­vinda heil­brigðis­starfs­fólk er til staðar fyrir þig og þína.

Öll á smánar­launum.

Síðast í dag felldu hjúkrunar­fræðingar samning sem var lægri í krónum talið næstu fjögur ár en sú hækkun sem ráð­herrar eiga von á á einu bretti í sumar! Það gerist á svipuðum tíma og önnur ríkis­stjórn úti í heimi lækkar sín laun um 20 prósent til að sýna sam­stöðu með þeim sem hafa orðið illa úti vegna CO­VID-19.

Já, kæri ríki Ís­lendingur, kæra 0,1 prósent og ráða­menn.

Nú er tíminn til að greiða þessu fólki tvö­föld laun. Helst milljón á mánuði.

Auð­vitað hefði ríkis­stjórnin undir eins átt að hækka laun tíma­bundið á meðan stríðið við al­ræmda kóróna­veiru geisar. Og best væri að leysa málið þann hátt, að á­hættu­þóknun fyrir þessar lægst launuðu stéttir væri greidd úr ríkis­sjóði.

Ís­lenska þjóðin sem ekki til­heyrir 0,1 prósentinu neitar að hlusta á að ekki sé til aur í kassanum. Við því hef ég þetta að segja:

Hér eru ál­fyrir­tæki sem hafa í gegnum árin notað ýmsar fléttur og greitt hundruð milljarða til móður­fyrir­tækja er­lendis en skilað tapi á blaði hér á landi til að forðast að greiða skatta til ís­lenskra yfir­valda.

Og þetta:

Árið 2019 var hagnaður tíu út­gerða 22 milljarðar.

Ný­verið benti pró­­fessor í hag­­fræði við Há­skóla Ís­lands á að hreinn hagnaður þeirra út­gerða sem ætluðu að sækjast eftir skaða­bótum frá ís­lenska ríkinu af makríl­veiðum væri 55,5 milljarðar króna.

Þá hafa arð­greiðslur til eig­enda sjávar­út­vegs­fyrir­tækja numið 92,5 milljörðum króna frá árinu 2010. Eigið fé geirans er 276 milljarðar króna.

Hagur geirans hefur vænkast um 450 milljarða króna frá hruni!

Kæra ríkis­stjórn, hvernig væri nú að stokka upp kvóta­kerfið?

Hættið lin­kind og dekri við út­gerðar­fyrir­tæki, sem s­um­hver nota valdið sem þið færðuð þeim til að rústa byggðum bæði heima og er­lendis.

Fáum kvótann heim.

Auð­lindir Ís­lands eiga ekki að vera fyrir út­valda sem ör­fáar silfur­skeiðar njóta góðs af.

Þær eru eign þjóðarinnar.

Og þær skal nýta fyrir alla Ís­lendinga til að komast í gegnum storminn sem fram­undan er í ís­lensku efna­hags­lífi.