Jónína hjólar í karlana í Mið­flokknum: „Þeir vilja ekki Vig­dísi því hún er klárari en þeir“

24. nóvember 2020
20:14
Fréttir & pistlar

Jónína Bene­dikts­dóttir, í­þrótta­fræðingur, at­hafna­kona og sam­fé­lags­rýnir, hjólar í Mið­flokkinn vegna þeirrar á­kvörðunar flokksins að leggja niður vara­for­manns­em­bættið.

Greint var frá því um helgina að em­bættið hefði verið lagt niður á auka­lands­þingi Mið­flokksins sem haldið var á laugar­dag. Vig­dís var ein í fram­boði til vara­for­manns en áður en gengið var til kosninga var á­kveðið að leggja stöðuna niður. Litu margir svo á að það hefði verið gert til að koma í veg fyrir að Vig­dís kæmist hærra í valda­stiganum innan flokksins.

Jónína er langt því frá sátt við þessa á­kvörðun og segir hana einhverja verstu PR-á­kvörðun í ís­lenskum stjórn­málum lengi vel.

„Vig­dís reis upp og gekk úr Fram­sókn til liðs við Mið­flokkinn með for­manninum, hún var fæld úr þinginu því hún var ó­þægi­lega gagn­sæ og allt gert til þess að lítil­lækka þessa dugnaðar konu. Hún tók á sig að upp­lýsa Reyk­víkinga um sið­leysi fjár­mála borgarinnar, hún ætlaði síðan að gera Klausturs­mönnum greiða og leið­rétta í­mynd þeirra, sem er ó­geðs­leg, með því að bjóða sig fram sem vara­for­maður flokksins, en o nei guttarnir leggja niður em­bættið,“ segir hún og bætir við:

„Versta PR á­kvörðun stjórn­mála í langan tíma því hún er aug­ljós og út­smogin, þeir vilja ekki Vig­dísi því hún er klárari en þeir.“

Jónína veltir fyrir sér hvort kalla megi Mið­flokkinn karla­flokk. Hvað sem því líður gefur hún flokknum ekki háa ein­kunn. „Eitt­hvað úr­kynjað á sér stað í Mið­flokknum, senni­lega halda þeir að allar konur séu ein­fald­lega til eins brúks og að þeirra hlut­verk sé að mis­bjóða konum og ná kjós­endum þannig. Þá er að finna nýjan flokk Mið­flokks­konur, við erum ekki slíkar að láta svona karla­pólitík yfir okkur ganga. Sjaldan launa karl-kálfar o­feldið.“