Jónína Ben slasaði sig: „Drullu­fúlt svona rétt fyrir jól“

Jónína Bene­dikts­dóttir, í­þrótta­fræðingur og at­hafna­kona, varð fyrir því ó­láni að meiða sig í vikunni. Veðrið á suð­vestur­hluta landsins hefur ekki verið upp á marga fiska undan­farna daga. Að minnsta kosti hefur verið fljúgandi hálka víða í bland við élja­gang og hvass­viðri.

Jónína var stíga út úr bif­reið sinni í fyrra­dag þegar hún rann og lenti illa á úln­liðnum. Hún sagði frá því í færslu á Face­book í gær­morgun að hún væri að vona að hún hefði ekki brotnað.

Hún sagði svo frá því í morgun að það væri gott að liggja undir með sæng með hljóð­bók og slasaðan hand­legg. Jónína telur að hún sé ó­brotin, sem betur fer, og ætlar hún að láta fara vel um sig meðan úln­liðurinn jafnar sig.

„Ekki stíga út úr lágum bílum ná­lægt þeim, hálfan metra frá mæli ég með. Þetta er drullu­fúlt svona rétt fyrir jól en ég var búin að gera flest og því er kannski gott að gera bara ekkert um hríð. Það er spurning sem ég verð að svara fljót­lega - hvað vil ég á­orka næsta ár?“

Jónína hefur haft í nægu að snúast að undan­förnu en hún stendur fyrir Det­ox-helgum á Hótel Örk í Hvera­gerði og njóta þær mikilla vin­sælda.