Jón Viðar segir Ís­lendinga kæru­lausa: „Erum við hætt að hlusta á þrí­eykið?“

30. júní 2020
11:03
Fréttir & pistlar

„Mér sýnist tveggja metra-reglan vera alveg fallin úr gildi. Meðal alls þorra fólks. Erum við hætt að hlusta á þrí­eykið?“

Þessari spurningu varpar Jón Viðar Jóns­son, helsti leik­hús­gagn­rýnandi þjóðarinnar, fram á Face­book-síðu sinni. Þessi orð Jóns Viðars koma ekki til af á­stæðu­lausu enda sagði Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir, á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra í gær, að fólk væri farið að slaka mjög, mjög mikið á.

Þegar CO­VID-19-far­aldurinn stóð sem hæst hér á landi voru flestir sem hugðu að reglu­legum hand­þvotti og virtu tveggja metra regluna. Þegar draga fór úr út­breiðslu veirunnar fóru margir að slaka á og virðist staðan nú vera þannig að veiran sé að ná sér á strik. Í gær voru fjögur virk smit á landinu og yfir 440 manns í sótt­kví.

Nokkrar um­ræður hafa spunnist um málið á Face­book-síðu Jóns Viðars og virðast margir taka undir það að fólk sé hætt að virða tveggja metra regluna. „Því miður er eitt­hvað kæru­leysi í gangi. Það þurfa allir að passa sig,“ segir einn í um­ræðunum og annar bætir við að ekki sé langt í að næsta bylgja komi.

Hvað segja les­endur? Er það upp­lifun ykkar að fólk sé að hætt að hlusta á þríeykið?