Jón sat sem fastast á Bláu könnunni og ríg­hélt í bjór­glasið

Jón Stefáns­son, fyrr­verandi ljós­myndari, hefur slegið í gegn fyrir fas sitt á mynd sem tengda­sonur hans tók af honum á Bláu könnunni í gær, þar sem mikil hópslags­mál brutust út.

Myndin hefur farið eins og sina í eldur um sam­fé­lags­miðla og má sjá Jón halda í bjór­glasið sitt og sitja sem fastast á meðan tveir blóðugir menn ganga fram­hjá honum.

„Að sjálf­sögðu kláraði ég bjórinn,“ segir Jón í sam­tali við Vísi um málið. Tengda­sonurinn hafi verið ný­kominn út með bjórinn þegar slags­málin færðust út á stétt.

„Ég ætlaði ekki að fara að láta þetta trufla mig,“ segir Jón. „Ég var búinn að vera í golfi yfir daginn og var bara mjög slakur. Ég sat bara sem fastast.“