Jón Páll lætur Bjarna Ben heyra það: „Færa stóra upp­hæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa“

Jón Páll Haralds­son, vín­á­huga­maður, segir farir sínar ekki sléttar af fyrir­hugaðri á­ætlum Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála­ráð­herra um skatta­hækkanir á vín.

„Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, stefnir á að hækka skatt á á­fengi í frí­höfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upp­hæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað frí­hafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga frí­hafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatt­tekjur en minni hagnaður frí­hafnarinnar,“ skrifar Jón Páll á Vísi og spyr síðan „til hvers?“

„Er Bjarni kannski viljandi að draga úr af­komu frí­hafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einka­aðila? Kannski náðu ekki vensla­menn hans að kaupa eins mikið í Ís­lands­banka eins og þeir vildu.“

„Hvað gætu af­leiðingar af rúm­lega 180% hækkun á gjöldum frí­hafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. septem­ber áttu 50 flug­vélar að lenda á Kefla­víkur­flug­velli,“ skrifar Jón Páll áður en hann fer í smá út­reikninga.

„Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt toll­frjálsa skammtinn í brott­farar­landi, því þau vita að sama vara í Kefla­vík er mun dýrari þar. Ein­falt reiknings­dæmi gæfi okkur þá að hver far­þegi hafi ca. 5 kg í hand­far­angri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í hand­far­angri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af á­fengi sem yrði flutt með flugi í hand­far­angri til landsins.“

„Hvað ætli það komi til með að kosta flug­fé­lögin í auka elds­neyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miða­verð, sem síðan hefur á­hrif á vísi­tölu og skuldir ein­stak­linga og fyrir­tækja á Ís­landi. Þetta er krónu­tölu­dæmið, síðan kemur út­blásturs­dæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuld­bindingar okkar vegna lofts­lags­mála.“

„Á sínum tíma óskuðu Loft­leiðir eftir því að það yrði komu frí­höfn í Kefla­vík til að spara elds­neyti við flug­tak. Þá var elds­neyti mun ó­dýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upp­hæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í auka­tekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skatt­greið­endum landsins er ætlað að styrkja stjórn­mála­flokka landsins. Per­sónu­lega tel ég að stjórn­mála­flokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á fram­færi skatt­greið­einda,“ skrifar Jón Páll að lokum.