Jón Gnarr undrandi yfir mis­skilningi fólks á VG og Fram­sókn: „Skil ekki hvernig þetta virðist sí­fellt koma fólki á ó­vart“

Daníel E. Arnar­s­son, vara­þing­­maður Vinstri grænna, sagði sig úr úr flokknum í gær eftir að út­­lendinga­frum­­varp Jóns Gunnars­­sonar dóms­­mála­ráð­herra var sam­þykkt á Al­þingi.

Hann ætlar ekki taka sæti á Al­þingi fyrir hönd flokksins ef kalla þarf inn vara­þing­mann.

Jón Gnarr, fyrr­verandi borgar­stjóri og grín­isti, tjáir sig um málið í dag og er undrandi yfir því hvað fólki finnst al­mennt um Vinstri græna.

„Ég hef aldrei séð stóran mun á VG og Fram­­sókn, VG hefur sömu stefnu i mennta- og menningar­­málum og Fram­­sókn í land­búnaði; ein­angrun, í­halds­­semi og þjóð­ernis­hyggja og jafn­vel belgingur. skil ekki hvernig þetta virðist sí­­fellt koma fólki á ó­­vart,“ skrifar Jón.

Árni Jóns­son kemur með til­lögur að nýjum nöfnum á VG: „Hug­­myndir að nýjum nöfnum fyrir VG:
"Sjallar Light"
"Diet Sjallar"
"Sjallar Zero"
"Sjallar Max"

Næstum eins og orginalinn, bara með ein­hverju gervi­­efni blandað í...“