Jón Gnarr í veseni í Krónunni: „Ég var næstum því dottinn“

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, segir frá spaugilegu atviki sem henti hann í Krónunni. Í færslu á Twitter segist hann ekki þola þetta „asnalega aðgangsstýringarkerfi“ í íslenskum búðum.

„Hér göngum við INN, en EKKI út! í Krónunni taka þau þetta ennþá lengra og hafa vörur sem þú getur bara tekið þegar þú labbar inn og senda sýr skilaboð: Þau sem vilja ekki þegar þau fá, fá ekki þegar þau vilja!“

Jón Gnarr birtir mynd máli sínu til stuðnings en á henni má sjá vörur sem aðeins er hægt að nálgast áður en gengið er inn í sjálfa búðina. Ef viðkomandi er kominn inn er engin leið til að nálgast hana öðruvísi en að fara aftur í úr búðinni. Jón Gnarr reyndi nú samt, eins og hann segir sjálfur frá:

„Barnabarnið vildi fá súrt eplagos. Ég reyndi að smeygja mér framhjá kalli sem var að koma inn en hliðið lokaðist og ég var næstum því dottinn. Og kerfið fór í gang.“

Fleiri fréttir