Jón Gnarr gagn­rýnir frétta­flutning RÚV: „Eru til hóf­samir nas­istar?“

Mennirnir tveir, Ísi­dór Nat­hans­son sem er 24 ára og Sindri Snær Birgis­son sem er 26 ára, sem eru grunaðir eru í hryðju­verka­málinu svo­kallaða neituðu sök hvað varðar á­kæru­liði sem varða skipu­lagningu hryðju­verka við þing­festingu málsins í dag.

Dómari at­hugar nú hvort það eigi að vísa málinu frá.

RÚV líkt og aðrir miðlar fjölluðu um málið en í frétt RÚV segir að Ísi­dór sé yfir­lýstur nas­isti með öfga­fullar skoðanir. Jón Gnarr fyrr­verandi borgar­stjóri og grín­isti krefst svara um hvaðan þessi full­yrðing kemur.

„RÚV. Hann er ekki bara yfir­­­lýstur nas­isti heldur líka með öfga­fullar skoðanir. Eru til hóf­­samir nas­istar? Finn samt ekkert um hann, yfir­­­lýsingar hans eða skoðanir. Rosa­­lega er þetta skrítið mál í alla staði,“ spyr Jón.