Jón Gnarr birtir mynd og segir margar götur á Íslandi allt of breiðar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, er þeirrar skoðunar að margar íbúðagötur á Íslandi séu of breiðar.

Jón viðrar þessa skoðun sína á Twitter og segir:

„Margar íbúðagötur á Íslandi eru allt að helmingi breiðari en þær þurfa að vera. Þetta er ekki bara ljótur óþarfi heldur ýtir líka undir hraðakstur,“ segir hann og birtir meðfylgjandi mynd frá Gullteig máli sínu til stuðnings.

Undir þetta tekur Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og segir að það sé staðfest að allt of mikill hraðakstur sé á gullteig.

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bendir á að breiðar götur geti reyndar einnig aukið öryggi og verið fallegri með betra útsýni og birtu.

„Þetta gangstéttaleysi við þessar tilteknu götur í miðri Reykjavík 2021 er hins vegar ekki til eftirbreytni (svo ekki sé fastar kveðið að orði),“ bætir hún við.