Jón Bald­vin og Bryndís tekin af löggunni fyrir framan ritstjóra DV

Heldur ó­­vana­­leg sjón blasti við fjórum rit­­stjórnar­­með­limum DV í dag er þeir gengu eftir Lækjar­­götunni á leið sinni aftur á skrif­­stofu DV eftir há­­degis­mat. Þar eru fjöl­farin gatna­­mót og vakti það at­hygli þeirra er sí­renu­­ljós fóru í gang og lög­regla stöðvaði för öku­­manns beint fyrir framan verslun H&M. Björn Þor­­finns­­son rit­­stjóri DV skrifar um at­vikið á sinn ein­s­taka hátt á vef miðilsins.

„Sá fremsti í röðinni rétt náði að muldra: „Bíddu, eru þetta ekki Jón Bald­vin og Bryn­­dís“. Aðrir rit­­stjórnar­­með­limir voru sneggri að hugsa og skyndi­­­lega voru þrír símar með mynda­­vélum komnir á loft til að skrá­­setja at­burðinn kyrfi­­lega.“

Jón Bald­vin sannar­lega undir stýri

Hjónin Jón Bald­vin Hannibals­­son og Bryn­­dís Schram hafa verið mikið í fjöl­­miðlum undan­farið og ekkert lát virðist ætla að vera á því þar sem undir stýri var ráð­herrann fyrr­verandi og eigin­­kona hans honum við hlið.

„Að mati nefndarinnar, sem reyndar enginn veit hvernig er skipuð, hlýtur það því að vera heiðar­­leg at­laga að Ís­lands­­meti í ó­­heppni að þjóð­þekktur maður, eins og Jón Bald­vin, sé stöðvaður af sí­renu­blikkandi lög­­reglunni tveimur metrum fyrir framan hálfa rit­­stjórn DV.

Fyrir hvað ráð­herrann fyrr­verandi var stöðvaður liggur ekki fyrir á þessari stundu. Við­ræður hans við lög­­regluna tóku þó tals­verðan tíma og hann þurfti að fram­vísa skil­­ríkjum eins og von er. Hvort að hann var sektaður fyrir eitt­hvað um­­­ferðar­laga­brot er ekki ljóst en ef svo var þá var brotið fremur létt­­vægt.“

Lög­reglu­maðurinn ræddi drjúga stund við Jón Bald­vin og Bryn­dísi.
Mynd/DV