Jón Bald­vin fengið meira en nóg: „Ætlum við virki­lega að láta þetta yfir okkur ganga?“

Jón Bald­vin Hannibals­son, fyrr­verandi ráð­herra og sendi­herra, segir að MeT­oo-hreyfingin hafi að einhverju leyti grafið undan trú­verðug­leika þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir raun­veru­legu kyn­ferðis­of­beldi.

Jón Bald­vin skrifar grein í Frétta­blaðið í dag en til­efnið er um­fjöllun Frétta­blaðsins um helgina þar sem þrjár konur stigu fram og lýstu á­reitni af hendi Jóns Bald­vins. Konurnar, Ragna Björg Björns­dóttir, Sigur­björg Jónas­dóttir og Elísa­bet Sif Helga­dóttir, stigu þá fram í fyrsta sinn undir nafni til að svara full­yrðingum Jóns Bald­vins þess efnis að frá­sagnir þeirra séu upp­spuni.

Jón Bald­vin svarar fyrir það sem kemur fram í um­fjölluninni, meðal annars að hann hafi á­reitt unga stúlku undir lög­aldri í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarnar­götu árið 1996. Jón segir meðal annars að þetta geti ekki staðist því hann hafi ekki komið inn fyrir dyr í Ráð­herra­bú­staðnum eftir hann kvaddi utan­ríkis­ráðu­neytið árið 1995.

Jón Bald­vin fer svo í grein sinni yfir aðrar svo­kallaðar MeT­oo-sögur af honum sem hann segir að séu ýmist hreinn til­búningur eða fá ekki staðist.

„Hvað stendur þá eftir? Að því er varðar með­ferð stað­reynda og sann­leiks­gildi stendur ekki eftir steinn yfir steini. En af því að ljúg­vitnin koma fram undir merkjum Met­oo-hreyfingarinnar hafa þau unnið mál­stað hreyfingarinnar ó­bætan­legt tjón með þessum víta­verðu vinnu­brögðum. Og það sem verra er: Það er verið að grafa undan trú­verðug­leik þeirra kvenna, sem hafa orðið fyrir raun­veru­legu kyn­ferðis­of­beldi (nauðganir, heimilis­of­beldi eða kúgun á vinnu­stöðum).“

Jón Bald­vin segir að árið 2019 hafi Stíga­mót birt at­hyglis­verða skýrslu þar sem birtar voru tölur um fjölda þeirra sem leituðu til sam­takana árið 2018.

„Þar kom m.a. fram, að 321 kona kvaðst hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunar­til­raun, og 127 sögðust vera þol­endur sifja­spells. Með öðrum orðum: 448 konur leituðu sér hjálpar vegna grófra of­beldis­verka, sem þær höfðu orðið fyrir, að eigin sögn. Þetta náði í fréttir þann daginn. En síðan ekki söguna meir. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um af­vega­leidda fjöl­miðla­um­ræðu? Upp­lognar sögur og ó­hróður um þekkta ein­stak­linga kunna að vera fín sölu­vara. En þegar þær reynast ekki vera á rökum reistar, er enn og aftur verið að grafa undan trú­verðug­leik þeirra, sem eru þol­endur raun­veru­legs kyn­ferðis­of­beldis.“

Jón Bald­vin endar grein sína á þessum orðum:

„Er svo komið málum í okkar þjóð­fé­lagi, að við stöndum uppi varnar­laus frammi fyrir skipu­lagðri að­för að æru og heiðri, af hálfu fólks, sem af ýmsum á­stæðum er hel­tekið af hatri og hefndar­hug? Mínu mann­orði í þetta sinn, þínu kannski á morgun.

Ætlum við virki­lega að láta þetta yfir okkur ganga? Eða lifir enn vonin – þótt á veiku skari sé – um að leita megi rétt­lætis frammi fyrir ó­háðum dóm­stólum?“