Jón: „Auð­velt að kaf­færa fá­menna Ís­land á stuttum tíma“

„Það er auð­velt að kaf­færa fá­menna Ís­land á stuttum tíma ef fjöldi fólks þar í landi fær þau skila­boð að þeir sem komast inn í landið fái að vera hér það sem eftir er þess­vegna á kostnað skatt­greið­enda ef ekki vill betur.“

Þetta segir Jón Magnús­son, hæsta­réttar­lög­maður og fyrr­verandi þing­maður, á vef sínum um mál egypsku fjöl­skyldunnar sem er í felum hér á landi. Til stóð að fram­fylgja brott­vísun fjöl­skyldunnar í gær­morgun en stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra kom að tómum kofanum þegar sækja átti fjöl­skylduna.

Jón segir að á­kvörðun hafi verið tekin af lög­legum yfir­völdum um að vísa fjöl­skyldunni úr landi í sam­ræmi við ís­lensk lög og al­þjóða­lög.

„Ljóst var frá upp­hafi, að egypska fjöl­skyldan átti ekki rétt á al­þjóð­legri vernd, en með fölskum mála­til­búnaði og hat­rammri varnar­bar­áttu lög­manns fjöl­skyldunnar var málið teygt og togað og dregið þannig að niður­staða lá loks fyrir 15. nóvember 2019. Fjöl­skyldan átti þá að fara brott. Sú stað­reynd að hún skyldi ekki fara var al­farið á hennar á­byrgð ekki annarra,“ segir Jón.

Hann bendir á að málið hafi verið tekið upp í nefnd Al­þingis og ýmsir hafi haldið því fram að verið sé að brjóta á fjöl­skyldunni, „þó engin lög eða reglur séu færðar fram því til stað­festingar.“

Jón veltir því upp hvort ekki sé rétt að taka upp um­ræðu um að breyta lögum og verk­ferlum þannig að þeim sem vísað er úr landi séu fluttir úr landi strax eftir að loka­úr­skurður er genginn í máli þeirra.

„Nú­verandi verk­lag býður upp á al­manna­hættu eins og dæmin sýna er­lendis frá. Meðal annarra orða í­búar Egypta­lands eru 90 milljónir og helmingur þjóðarinnar 45 milljónir eru undir 25 ára aldri. Það er auð­velt að kaf­færa fá­menna Ís­land á stuttum tíma ef fjöldi fólks þar í landi fær þau skila­boð að þeir sem komast inn í landið fái að vera hér það sem eftir er þess­vegna á kostnað skatt­greið­enda ef ekki vill betur.“