Jón Ás­geir: Gunnar Smári nennti ekki til Kaup­manna­hafnar nema að fá undir sig einka­þotu

„Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum um­mælum og skrifum. Og svo er hann sósíal­ista­foringi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Dan­merkur nema að fá undir sig einka­þotu,“ segir Jón Ás­geir Jóhannes­son í nýrri bók, Máls­vörn.

Við­skipta­blaðið birtir í dag brot úr bókinni sem skrifuð er af Einari Kára­syni. Í um­ræddum kafla er meðal annars fjallað um tímann í byrjun aldarinnar þegar Gunnar Smári stýrði fjöl­miðla­veldi Jóns Ás­geirs og sjónum beint að árunum í Dan­mörku þegar Ny­hedsa­visen var stofnað og gefið út á árunum 2006 til 2008.

Jón Ás­geir segir að engin heima­vinna hafi verið unnin áður en frí­blaðið var stofnað í Dan­mörku.

„Það var til­kynnt digur­barka­lega á blaða­manna­fundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að sam­keppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undir­búa það, starta sínum eigin frí­blöðum og svo fram­vegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfir­leitt opið að utan að póst­kössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Dan­mörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru frí­blaði, Boston Now vestan­hafs, þótt ekki væri það sam­bæri­legt við tapið í Dan­mörku. Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum um­mælum og skrifum. Og svo er hann sósíal­ista­foringi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Dan­merkur nema að fá undir sig einka­þotu.