Jón á hættu­slóðum: Leigði bíla­leigu­bíl eftir að skógar­björn drap mann

„Ég frétti í dag að göngu­maður, sem hefur verið að labba á svæðinu sem ég ætlaði að fara næstu daga, var drepinn af skógar­birni. Lík­lega á meðan hann svaf í tjaldi,“ segir Jón Ágúst Guð­munds­son, ævin­týra­maður sem freistar þess nú að komast á reið­hjóli þvert yfir Banda­ríkin.

Leiðin sem Jón Eggert fer kallast Trans American Rail og liggur þvert yfir Banda­­ríkin, frá Norður-Karó­­línu til Port­land í Oregon. Hann á­ætlar að verða kominn til Den­ver í Col­or­ado í nóvember­­mánuði og klára svo ferðina á næsta ári með því að hjóla frá Den­ver til Port­land í Oregon.

Banda­rískir fjöl­miðlar greindu frá því á dögunum að skógar­björn hefði verið drepinn í Great Smoky Montains-þjóð­garðinum í Norður-Karó­línu á föstu­dag, en grunur leikur á að hann hafi drepið mann á svæðinu. Var björninn að gæða sér á líkams­leifum þegar hann var skotinn.

Jón Eggert hefur verið á svipuðum slóðum og um­ræddur harm­leikur varð og vill hann ekki taka neina ó­þarfa á­hættu. Á­kvað hann þess vegna að leigja sér bíla­leigu­bíl og keyra til smá­bæjar suður af Memp­his í Tennes­see. Leggur hann í þá ferð á morgun.

„Þá losna ég við skógar­birni og mun losna við leifar af felli­byljum sem eru að ganga á land við Mexíkó­flóa núna,“ segir hann.

Jón lagði af stað frá Norður-Karó­­línu þann 31. ágúst síðast­liðinn og hefur hann því verið rétt rúman hálfan mánuð á ferðinni.

Leiðin sem Jón Eggert fer á reið­hjóli hefur verið vin­­sæl með mótor­hjóla­manna en síður meðal reið­hjóla­manna. „Hún er það tækni­­­­­lega erfið fyrir reið­hjól að fáir reið­hjóla­­­menn hafa farið þessa leið. Enginn hefur til dæmis farið hana ein­­­samall og ég verð þá sá eini ef þetta tekst,“ sagði Jón Eggert við Frétta­blaðið í ágúst­­mánuði.