Jólasveinarnir bjóða Sjöfn heim í innlit

Nú styttist óðum í að jólasveinarnir fara að koma til byggða en sá fyrsti, Stekkjastaur, kemur þann 12.desember. Síðan koma þeir hver af öðrum, einn á dag, fram á aðfangadag. Jólasveinarnir þrettán búa allir á heimili foreldra sinna, Grýlu og Leppalúða ásamt jólakettinum og eru nú í óðaönn að undirbúa jólatörnina. Þeir buðu Sjöfn Þórðar að koma í innlit á heimili sitt og það er ekki á hverjum degi sem einhver fær að koma í innlit til jólasveinanna. Þeir segja að frá sínum heimilisstíl, jólasiðum og hefðum, sem þeir hafa nú ekki mikið rætt opinberlega fyrr en nú.

Bjúgnakrækir og Kertasníkir taka á móti Sjöfn á heimili sínu og ræða heimilisstílinn. „Heimilisstíllinn okkar er jólalegur og við erum svolítið að vinna íslenska stílinn frá 16.öld. Við erum alltaf að breyta og gera betur, bara í okkar stíl,“segir Kertasníkir og Bjúgnakrækir tekur undir í sama streng.

Jólahefðir og siðir jólaveinana í matarvenjum hafa haldist við í aldan rás. „Við elskum hangikjöt og við læðumst stundum niður á bóndabæi, ekki oft samt en stundum, og fáum okkur smá, ekkert mikið samt,“segja þeir bræður, Kertasníkir og Bjúgnakrækir en segjast jafnframt bæta bændunum það upp því bændurnir séu farnir að setja skóinn út í glugga.

M&H Hurðaskellir tekur lagið fyrir SÞ ásamt Kertasníki 2

Hurðaskellir er flinkur með gítarinn við hönd og er að semja nýtt lag fyrir jólasveinanna og leyfir Sjöfn að heyra nokkrar tóna áður en þeir bjóða Sjöfn til hátíðarkvöldverðar að hætti jólasveinanna. Jólasveinunum er svo sannarlega margt til lista lagt og það fáum við að sjá það nánar í þættinum hjá Sjöfn Þórðar í kvöld.

M&H Hátíðarborð Jólasveinanna eins og á aðfangadagskvöld 3

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri upplifun Sjafnar í heimsókn á heimili jólasveinanna í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.