Jóla­maturinn hjá Brynjari með öðru sniði í ár: „Ég er orðinn svo frjáls­lyndur í seinni tíð“

Vara­þing­maðurinn og að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra, Brynjar Níels­son, var gestur Dag­málaá mbl.is. Eggert Skúla­son þátta­stjórnandi spurði þar Brynjar spjörunum úr um allt frá pólitíkinni yfir í hans per­sónu­lega hagi.

Þar sem nú er mánuður til jóla var Brynjar auð­vitað spurður um hvað verður í jóla­matinn.

„Það hefur alltaf verið ham­borgar­hryggur á mínu heimili en mér skilst það verði breyting á því núna,“ sagði Brynjar.

Eggert spurði þá undrandi. „Þú getur ekki verið sáttur við þá stöðu?“ enda Brynjar ekki þekktur fyrir að fagna of miklum breytingum.

„Ég er orðinn svo frjáls­lyndur í seinni tíð að í­halds­semin verður að víkja. Ég bara tek því sem höndum ber,“ sagði Brynjar og verður að teljast aug­ljóst að þetta hafi ekki verið hans á­kvörðun

Eggert spurði þá Brynjar hvað yrði í staðinn fyrir ham­borgar­hrygginn en því gat Brynjar ekki svarað.

„Það var búið að segja mér það ég var bara búinn að gleyma því Svo eru öll börnin farinn að heiman. Þau eru kominn með sitt eigið heimili. Þannig þetta er orðið alltaf miklu fá­tæk­legra en það var,“ sagði Brynjar að lokum.