Jói er látinn: Háði hetju­lega bar­áttu með Guggu sér við hlið – „Hann var dýr­lingur“

Jóhann Trausta­son, sem oftast var kallaður Jói, er látinn 61 árs að aldri. Jói háði hetju­lega bar­áttu við Bakkus á­samt eigin­konu sinni, Guð­björgu Ingu Guð­jóns­dóttur, Guggu, svo eftir var tekið. Þau sögðu sögu sína í Kompási fyrir um ára­tug og náðu mögnuðum bata.

Greint er frá and­láti Jóhanns á frétta­vef DV.

Síðustu ár ævi sinnar starfaði Jóhann meðal annars fyrir Sam­hjálp þar sem hann sinnti þrifum og hús­vörslu. Bana­mein hans var lifrar­krabba­mein en hann lést í gær­morgun.

Þórunn Ísa­bella, dóttir Jóhanns, ræðir föður sinn í sam­tali við DV og segir hann hafa verið dá­sam­legan mann.

„Hann var dýr­lingur, ljós­beri og ljós allra er á vegi hans urðu. Hann blessaði okkur öll með já­kvæðu hugar­fari. Hann var mýksti og ærðu­lausasti maður sem ég þekki. Hann var hetjan mín.“

Hringbraut sendir vinum og aðstandendum Jóhanns samúðarkveðjur.