Jóhannes: „Menn settir í sótt­kví við minnsta til­efni“

„Mér hefur fundist of hart gengið fram í sótt­kvíar­málum hér á landi þar sem menn eru settir í sótt­kví við minnsta til­efni,“ segir Jóhannes Lofts­son, for­maður Frjáls­hyggju­fé­lagsins, í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

DV greindi frá því um helgina að Frjáls­hyggju­fé­lagið undir­búi nú mót­mæli vegna að­gerða yfir­valda í kórónu­veirufar­aldrinum. Telur hann að sam­komu­tak­markanir og hömlur á at­vinnu­starf­semi hafi gert meira ó­gagn en gagn hér á landi.

Í frétt Morgun­blaðsins í dag segist Jóhannes horfa til Sví­þjóðar sem fyrir­myndar – og það þrátt fyrir að fjöldi smita þar sé marg­faldur á við það sem gengur og gerist á hinum Norður­löndunum.

„Það sem ruglar allan saman­burð við Svía er að þeir klikkuðu á að stöðva út­breiðslu á spítölum og heil­brigðis­starfs­fólk fékk ekki nægan út­búnað,“ segir hann.

Jóhannes kveðst þeirrar skoðunar að ef tekin er upp refsi­stefna gegn því að veikjast verði það til þess að fólk verði latara við að leita sér lækninga. Þá er hann mót­fallinn öllu sam­komu­banni. Hann segir að meta þurfi skaðann sem hefur á­hrif á hag­kerfið og þar með heil­brigðis­þjónustuna á næstu árum.

Jóhannes segir að enn sé verið að skipu­leggja mót­mælin en ekki liggur fyrir hvar eða hve­nær þau verða haldin.