Jóhannes: „að einn aðili skuli geta gjörsamlega ryksugað upp heilt landsvæði“ - ratcliffe keypti jarðir fyrir 3000 milljónir árið 2018

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur stóraukið eignaumsvif sín á Norðausturlandi. Félag sem er í eigu Ratcliffe og heldur utan um eignir hans á Íslandi fjárfesti fyrir hátt í þrjá milljarða króna í fyrra.  Þetta kemur fram á RÚV, en fréttaskýringarþátturinn Kveikur mun fjalla ítarlega um málið í kvöld. 

Ratcliffe keypti fyrstu heilu jörðina í apríl 2016, Rjúpnafell í Vopnafirði. Síðan hefur hann meðal ananrs fjárfest í þrem jörðum á Grímsstöðum á Fjöllum og hlutir í jörðum í Vopnafirði, Þistilfirði, á Langanesströnd og Jökuldalsheiði. Þá á Ratcliffe á land við átta laxveiðiár á Norðausturlandi: Hofsá, Sunnudalsá, Vesturdalsá og Selá í Vopnafirði; Miðfjarðará á Langanesströnd; og Hafralónsá, Kverká og Svalbarðsá í Þistilfirði.

Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði segir í samtali við Kveik að það sé hættulegt að einn aðili geti bara ryksugað upp heilu landsvæðin á Íslandi.

„Að einn aðili skuli geta gjörsamlega ryksugað upp heilt landsvæði, það er, það er það hættulega í þessu.“