Jóhanna Vig­dís um vel­megunar­lífið á Ís­landi: „Allt er best í hófi. Frekar pirrandi mál­tæki fyrir þjóð sem tekur allt með trukki“

„Ný­verið leitaði fjöl­skyldu­vinur og á­huga­í­þrótta­maður til læknis vegna bólgu í stóru tá, sem hann taldi or­sakast af lang­hlaupum að loknu fríi. Spurningar heil­brigðis­starfs­mannsins komu honum á ó­vart, sér­stak­lega þegar læknirinn spurði hvort hann væri ríkur. Þegar vinurinn neitaði var honum sagt að hann þjáðist af vel­megun, mor­bus domin­orum et dominus mor­borum, sjúk­dómi herranna sem á fyrri tímum var talinn or­sakast af munaðar­lífi og ó­hófi,“ skrifar Jóhanna Vig­dís í bak­þönkum Frétta­blaðsins í dag.

„Þvag­sýrugigt væri gigt hinna ríku og lækningin fælist í því að drekka minna á­fengi og borða minna kjöt,“ bætir hún við.

„Þó að þvag­sýrugigt hafi orðið eftir­sóttur sjúk­dómur á 18. öld, stöðu­tákn og vitnis­burður um góða sam­fé­lags­stöðu sjúk­linga, er öldin önnur í dag. Öllum veislum fylgir upp­vask og að af­loknu hóg­lífi allra sumar­fría tekur amstur hvers­dagsins við. Á mörgum heimilum hefur vigtin á bað­her­berginu bilað og heimilis­fólk á erfitt með að setja fingur á or­sökina.“

„Ver­tíð líkams­ræktar­stöðva er um það bil að hefjast og stór hluti þjóðarinnar gerist annað­hvort stoltur styrktar­aðili ýmissa þol­fimifrömuða eða skráir sig í Land­vættina – og um leið þjóðina í á­skrift að af­reks­myndum brosandi síð­mið­aldra æsku­ljóma á fjalls­tindum. Aðrir standa á bilaðri vigtinni, horfa í bað­her­bergis­spegilinn og í­huga hvort þeir þjáist af vel­megun.“

„Allt er best í hófi. Frekar pirrandi mál­tæki fyrir þjóð sem tekur allt með trukki. Áður en við sleppum sumrinu er því til­valið að ná myndum af hinstu grill­s­tundinni, myndar­legri nauta­steik á ný­upp­komnu hrauni, rauð­víni í fal­legu glasi og sól­setri. Þjást ör­lítið lengur af vel­megun – áður en kjara­samningar og verð­bólga skella á með haust­lægðum. Góðar stundir,“ skrifar Jóhanna Vig­dís.