Jap­ansk­i send­i­herr­ann varð gátt­að­ur í Laug­ar­daln­um

Suz­uk­i Ry­ot­ar­o, nýr send­i­herr­a Jap­ans á Ís­land­i, hef­ur vak­ið lukk­u fyr­ir skemmt­i­leg­ar Twitt­er-færsl­ur und­an­far­ið og þyk­ir gam­an­sam­ur mað­ur. Hann ætl­að­i að gera sér glað­an dag í Laug­ar­daln­um í gær og skell­a sér á skaut­a.

Þá blast­i við hon­um miði í hurð Skaut­a­hall­ar­inn­ar sem á stóð að sum­ar­lok­un væri í gild­i frá 18. maí til 4. sept­em­ber. „Von­svik­inn að kom­ast að því að skaut­a­svell­ið sé lok­að,“ skrif­ar hann á Twitt­er.

Við­tal við Suz­uk­i birt­ist í helg­ar­blað­i Frétt­a­blaðs­ins. Hann kom til lands­ins fyr­ir um mán­uð­i síð­an og seg­ist kunn­a af­skap­leg­a vel við sig hér en hann hóf ís­lensk­u­nám fyr­ir kom­un­a hing­að.

„Ég er bú­inn að vera í ut­an­rík­is­þjón­ust­unn­i nokk­uð leng­i. Næst­um 40 ár,“ seg­ir Suz­uk­i og bæt­ir við að stað­a hans á Ís­land­i sé sú átt­und­a sem hann tek­ur er­lend­is. „Ég hef með­al ann­ars ver­ið í lönd­um eins og Sví­þjóð og Kan­ad­a þann­ig að veðr­ið hérn­a og lofts­lag­ið trufl­ar mig ekki neitt. Þótt það sé mjög ó­líkt Jap­an þar sem eru regn­tím­a­bil og frek­ar heitt og rakt,“ seg­ir send­i­herr­ann með­al ann­ars í við­tal­in­u.

At­hygl­i vakt­i fyr­ir skömm­u þeg­ar Suz­uk­i hitt­i Bjarn­a Ben­e­dikts­son fjár­mál­a­ráð­herr­a og tíst­i mynd af þeim fé­lög­um og sagð­i Bjarn­a vera há­vax­inn og mynd­ar­leg­an.