Jakob Bjarnar segir dómara „smásálarlega“ og dóma þeirra „bjánalega“

Blaða­maðurinn Jakob Bjarnar Grétars­son hefur bæst í hóp þeirra fjöl­mörgu sem gagn­rýna hörð við­brögð formanns Dómara­fé­lags Ís­lands við mis­tökum Fjár­sýslu ríkisins við of­greiðslu launa til ýmissa ráða­manna.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Jakob Bjarnar. „Ef hin (reyndar mikil­væga) virðing fyrir dóm­stólum landsins væri ekki þegar niðri í kjallara, m.a. vegna ýmissa bjána­legra dóma sem þar hafa verið kveðnir upp þá væri þetta gíruga og smá­sálar­lega upp­hlaup dómara­fé­lagsins veru­legt á­hyggju­efni.“

Þá deilir hann grein Evu Hauks­dóttur, lög­manns, sem birtist á Vísi fyrr í dag og ber yfir­skriftina „Þarf að tryggja hlut­leysi dómara með of­greiddum launum?“

Þar gerir Eva yfir­lýsingu Dómara­fé­lags Ís­lands að um­ræðu­efni og segist hafa á­hyggjur af „móður­sýkis­legum við­brögðum Dómara­fé­lagsins við fréttum af því að fé­lags­menn þess þurfi kannski að endur­greiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að fram­kvæmdar­valdið refsi dómurum með launa­lækkun.“

Eva segir þá af­stöðu stjórnar Dómara­fé­lags Ís­lands, að á­kvörðun fjár­mála­ráð­herra vegi að rétti borgaranna til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi, stærra á­hyggju­efni. „Hvað merkir þetta eigin­lega? Á stjórn Dómara­fé­lagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mis­tökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir ein­hverju öðru en lögunum?“ segir Eva