Íslenskir karlmenn handteknir grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk

Íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í gær grunaðir um að skipuleggja árásir gegn borgurum og stofnunum ríkisins og undirbúning hryðjuverka.

Frá þessu greindi lögregla á blaðamannafundi í dag.

Tugir skotvopna, hálf sjálfvirkum þar á meðal og þúsundir skotfæra voru haldlögð í aðgerðum lögreglu. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

„Það er óhætt að segja að samfélag okkar sé öruggara en það var,“ sagði Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn.

Ætla má að fyrirhuguð hriðjuverk hafi átt að beinast að Alþingi og lögreglu.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.