Ís­lendingurinn sem vann 75 milljónir í EuroJack­pot

Ís­lendingurinn sem vann 75,5 milljónir króna í EuroJack­pot er eldri kona sem hafði keypt sér svo­kallaðan marg­vikna­miða sem inni­hélt þrjár raðir.

Konan hefur nú heim­sótt Ís­lenska get­spá í Laugar­dalnum með vinnings­miðann góða með­ferðis, en hann var keyptur í Vídeó­markaðnum í Hamra­borg í Kópa­vogi.

Í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá kemur fram að konan hafi látið renna miðanum í gegnum sölu­kassa til að at­huga hvort á honum væri vinningur. „Kassinn gaf frá sér vinnings­hljóð og kvittun með vinnings­upp­hæðinni, í fyrstu hélt hún að vinningurinn væri upp á 75 þúsund krónur en þegar af­greiðslu­maðurinn sagði henni að líta aftur og enn betur á miðann, varð henni þá ljóst að vinningurinn væri upp á rúmar 75,5 milljónir.“

Í til­kynningunni segir að konan hafi hrein­lega misst andann og and­litið af gleði og varla komið upp orði fyrr en heim var komið.

„Konan, sem er á leiðinni á eftir­laun segir að þessi gleði­legi vinningur eigi heldur betur eftir að koma sér vel, bæði fyrir hana og börnin hennar og hlakki hún nú til að setjast í helgan stein og vera laus við peninga­á­hyggjur,“ segir í til­kynningunni.

Starfs­fólk Get­spár/Get­rauna óskar vinnings­hafanum inni­lega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðar­lega miklu máli fyrir ör­yrkja, í­þrótta- og ung­menna­fé­lögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottó, Vikinglotto og EuroJack­pot.