Íslendingur vann meira en milljarð í lottó: Stærsti vinningur Íslandssögunnar

Heppnin lék við íslenskan spilara Víkíngalottós í kvöld en sá vann langhæsta vinning sem nokkru sinni hefur komið til Íslands. Vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is.

„Þessi lukkunnar pamfíll var einn með 2. vinning en vegna kerfisbreytinga var hann margfalt hærri en venja er eða alls 1.270.806.970 krónur en hefur hingað til hlaupið á nokkrum tuga milljóna,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár.

Um er að ræða stærsta vinning sem hefur komið til Íslands og er hann um fimm sinnum hærri en sá næststærsti hingað til.

Nýlega voru gerðar breytingar á útdrætti Víkingalottói til að auka líkur á stórum vinningum en í þeim felst að stærsti vinningurinn er að hámarki um 3.600 milljónir. Því voru umtalsverðar fjárhæðir færðar í annan vinning sem skilaði sér eins og áður sagði óskiptur til Íslands.