Ís­lendingar fara mun hraðar en Norð­menn – Líkams­ræktar­stöðvar og sund­laugar enn lokaðar

25. maí 2020
10:27
Fréttir & pistlar

„Við erum ekki alveg eins fljót að opna og á Ís­landi,“ segir Hulda Gunn­laugs­dóttir, for­stjóri Helgelands-sjúkra­hússins í Noregi. Hulda var í við­tali í Morgunút­varpinu á Rás 2 í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála með til­liti til CO­VID-19 far­aldursins.

Eins og lands­menn flestir vita tóku frekari til­slakanir á sam­komu­banni gildi á mið­nætti og nú geta lands­menn til dæmis skellt sér í ræktina. Þá hafa sund­laugar verið opnar síðustu vikur en þó með vissum tak­mörkunum. Norð­menn flýta sér hægt í af­léttingu ýmissa tak­markana þó þeir hafi náð á­gætri stjórn á út­breiðslu veirunnar.

„Það er ekki fyrr en 15. júní þar sem hægt verður að hafa sam­komur með allt að 200 manns,“ sagði Hulda sem bætti við að líkams­ræktar­stöðvar og sund­laugar væru enn lokaðar. Ekki sé búið að á­kveða hve­nær þær opna aftur. Þá segir Hulda að til standi að hefja keppni í norska fót­boltanum þann 16. júní næst­komandi.

Hulda segir að Norð­menn hafi farið að­eins aðra leið en Ís­lendingar, að því leyti að ríkis­stjórnin hefur staðið í fram­línunni þegar stórar á­kvarðanir eru teknar. Sér­fræðingar, til dæmis land­læknir, séu hafðir til ráð­gjafar og alls ekki víst að farið sé eftir öllum ráð­leggingum.

Hulda sagði að al­menn sátt ríki í Noregi um þær á­kvarðanir sem hafa verið teknar. Þar líkt og annars staðar hefur far­aldurinn haft mikil á­hrif og nefnir Hulda að 400 þúsund manns séu án vinnu sem rekja má beint til far­aldursins. Norð­menn hafa eins og fyrr segir náð á­gætri stjórn á út­breiðslu veirunnar og bendir Hulda á að síðasta sólar­hringinn hafi greinst 56 ný smit og þá séu 35 á sjúkra­húsum í landinu. Norð­menn eru rúm­lega 5,4 milljónir.