Ís­lendingar eiga lang­erfiðast með að setja saman IKEA-hús­gögn

Ís­lendingar eiga lang­erfiðast með að setja saman IKEA hús­gögn. Þetta kemur fram í Frétta­blaðinu í dag og er vísað til nýrrar greiningar breska miðilsins Hou­sehold Quot­es.

Greiningin var gerð með því að skoða orða­lag streitu á sam­fé­lags­miðla­póstum merktum IKEA í hverju landi. 64 prósent ís­lenskra pósta inni­héldu orða­lag sem bentu til streitu.Í öðru sæti lentu Ísraels­menn með 50 prósent en flestar þjóðir voru með á bilinu 20 til 30 prósent stress.

Þá eru karlar al­mennt stressaðri fyrir því að setja saman hús­gögnin heldur en konur og eru fleiri gremju­póstar frá þeim. Þegar konur pósta um IKEA er stressið hins­vegar að­eins hærra en hjá körlum, eða 2 prósentu­stigum hærra.

Það eru sófar sem valda fólki mesta stressi. Rétt rúm­lega helmingur lét gremju sína í ljós við að setja slíkt upp. Ekki langt á eftir eru stórir stofu­skápar, nátt­borð og vöggur. Auð­veldara virðast að setja saman litla skápa, hæginda­stóla og skrif­borð.

Frétt Fréttablaðsins um málið.