Ís­lendingar boðnir vel­komnir til Dan­merkur, Fær­eyja og Eist­lands

Danir hafa á­kveðið að opna landa­mæri sín fyrir Ís­lendingum þann 15. júní næst­komandi, eða á sama tíma og Ís­land opnar sín landa­mæri. Þetta sagði Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra í há­degis­fréttum Bylgjunnar í dag.

Auk Dana hafa Fær­eyingar og Eistar á­kveðið að bjóða Ís­lendinga vel­komna. Fær­eyingar frá og með 15. júní og Eistar frá og með 1. júní.

Guð­laugur sagði að utan­ríkis­ráð­herra Dana hefði til­kynnt honum í gær að landa­mærin yrðu opnuð fyrir Ís­lendingum um miðjan júní­mánuð.

Í frétt Vísis um málið kemur fram að Norð­menn séu enn í við­ræðum við ís­lensk yfir­völd um ferðir milli landanna í sumar. Norð­menn hafa þegar náð sam­komu­lagi við Dana um ferða­lög milli landanna og er vonast til þess að hægt verði að ná sams­konar sam­komu­lagi við önnur ríki, Ís­land þar á meðal.