Ís­lands­banki borgar best: 630 þúsund á mánuði fyrir sæti í stjórn

Ís­lands­banki borgar lang­hæstu stjórnar­laun af þeim fyrir­tækjum sem eru í ríkis­eigu. Þetta kemur fram í Frétta­blaðinu í dag en þar segir að stjórnar­menn í bankanum fái 630 þúsund krónur á mánuði.

Til saman­burðar greiðir Lands­bankinn stjórnar­mönnum 420 þúsund krónur og þá fær stjórnar­for­maður Ís­lands­banka 945 þúsund krónur. Lands­bankinn greiðir stjórnar­for­manni 735 þúsund.

Í Frétta­blaðinu er bent á að stjórnar­seta í Bjarg­ráða­sjóði færi stjórnar­mönnum níu þúsund krónur.

Ríkið gerði rekstur fyrir­tækja sinna gegn­særri og að­gengi­legri með mynd­rænni birtingu á vef Stjórnar­ráðsins í gær. Sam­kvæmt tölum fyrir árið 2020 eru 55 prósent stjórnar­manna fyrir­tækjanna karlar en konur eru 45 prósent. Ís­lenska ríkið á al­farið eða ráðandi hluti í 37 fyrir­tækjum.