Ingi segir tengda­dótturina ekki hafa brotið af sér

Ingi Tryggva­­son, for­­maður yfir­­­kjör­­stjórnar í Norð­vestur­­kjör­­dæmi, segir myndir sem teknar voru að talningu lokinni í Borgar­nesi af kjör­­kössum og birtar voru á Insta­gram ekki vera brot. Frétta­blaðið greinir frá málinu.

Um er að ræða tengda­dóttur hótel­stjóra Borgar­ness, Sonju Blom­ster­berg. Magnús Davíð Norð­dahl, fram­bjóðandi Pírata, segir við Frétta­blaðið að myndirnar virðist sýna að að­­gangur hafi verið greið­­legur að at­­kvæðum á milli talninga.

Ingi segir þetta ekki vera brot. „Nei, það er meira að segja streymt stundum frá talningu. Það eru ekki allir sem fá að fara inn í salinn en margir sem geta tekið mynd.“

„Hver manneskjan er skiptir kannski ekki öllu máli, heldur þetta sem ég er að segja. Þetta er svo absúrd,“ segir Magnús.

„En hún talar um að talningu sé lokið. Þá er þetta á milli talninga, það er enginn í salnum. Hún er í salnum. Kjör­­gögnin eru ó­­inn­­sigluð, þannig að hvað þarf meira?“