Inga Sæland segir það ótækt að Jón og Brynjólfur sitji áfram: „Það var Flokkur Fólksins sem bauð þarna fram“

Inga Sæland segir það með ólíkindum að fyrrverandi flokksmeðlimir hennar á Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson ætli sér að sitja áfram sem bæjarfulltrúar á Akureyri eftir að þeir sögðu sig úr Flokki Fólksins í kjölfar ásakana á hendur þeirra um áreitni gegn flokkssystrum sínum.

Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en ummæli Ingu komu fyrst fram í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1.

„Það var Flokkur Fólksins sem bauð þarna fram og það er í okkar umboði sem þeir ætla að sitja þarna áfram,“ sagði Inga Sæland en hún telur það ekki tækt að mennirnir sitji áfram verandi ekki partur af hennar flokki.

Hún sagði jafnframt að afsagnir þeirra beggja hefðu komið frá þeim sjálfum og þeir hefðu ekki verið þrýstir til þess að stjórn flokksins „Við höfum ekki skipt okkur af þessu framboði og fólkinu á Akureyri fyrr en hrópað var á hjálp,“ sagði Inga Sæland.

Hún þvertekur þá einnig fyrir það að hún eða aðrir innan flokksins muni biðjast afsökunar í málinu „Að sjálfssögðu ætlum við ekki að biðjast afsökunar, ég vísa því til föðurhúsanna. Rétt eftir kosningarnar byrjar þarna algjört ofríki. Þeir völdu í skipulagsráð fyrir hönd flokks fólksins. Að setja okkur sem áheyrnarfulltrúa í velferðaráð er nóg til þess að pirra mig,“ sagði Inga

Fleiri fréttir