Inga Sæland: Íslendingar sem snúa heim frá Tenerife ættu að fara í sóttkví í Egilshöll

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, ber ekki neitt traust til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis vegna Kórónaveirunnar. Í Harmageddon sagði hún fjörutíu fermetra gáminn fyrir utan Landspítalann vera hjákátlegan en hann á að hýsa sýkta einstaklinga.

„Á­ætlunar­flug til Tenerife ætti að leggja af og allir Ís­lendingar sem snúa heim þaðan ættu að vera sendir í sótt­kví í Egils­höll. Þeir Ís­lendingar ættu „að gjöra svo vel að vera þar, þangað til að við gætum séð hvort þeir væru sýktir eða ekki.“

Inga bætti við: „Stjórn­völd, sem að taka þessu ekki það al­var­lega að þau geri allt til þess vernd og lífi borgaranna, eru ekki bær til að stjórna þessu landi. Það er bara þannig.“