Illugi ósáttur við Framsókn: Þetta finnst mér fyrirlitlegt

Fram­sóknar­flokkurinn hefur vakið at­hygli í að­draganda Al­þingis­kosninganna 25. septem­ber fyrir heldur ó­venju­leg slag­orð. Eitt þeirra er „Eigum við ekki bara að kjósa Fram­sókn?“

Þetta slag­orð leggst illa í Illuga Jökuls­son sem gerir það að um­fjöllunar­efni í stuttum pistli á Face­book-síðu sinni.

„Þið fyrir­gefið, en mér finnst þetta „slag­orð“ fyrir­lit­legt. Að stjórn­mála­flokkur, dyggur þjónn og allra­gagn auð­stéttanna í landinu, sníki nú at­kvæði út á að vera laus við „öfgar“ eins og þær að vilja að fá­tækt fólk njóti mann­sæmandi kjara, að sæ­greifar þurfi að borga sann­gjarnt verð fyrir af­not af auð­lind okkar allra, að staðið skuli við úr­slit þjóðar­at­kvæða­greiðslu,“ skrifar Illugi og endar pistilinn með þessum orðum: Þetta finnst mér fyrir­lit­legt.

Undir þetta taka nokkrir í at­huga­semdum við pistilinn en ein bendir á að Fram­sóknar­flokkurinn kunni að velja sér aug­lýsinga­stofu.