Illugi ó­sáttur og sendi Guðna póst: „Að þið skuluð EKKI hafa fattað það“

Illugi Jökuls­son, rit­höfundur og dag­skrár­gerðar­maður, hefur sent Guðna Bergs­syni, for­manni KSÍ, póst þar sem hann lýsir ó­á­nægju sinni með nýja aug­lýsingu KSÍ.

Eins og Hring­braut greindi frá í morgun hefur aug­lýsingin vakið nokkuð hörð við­brögð en í gær var um­rædd aug­lýsing frum­sýnd sem og nýtt tákn ís­lensku lands­liðanna. Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, er einn þeirra sem lagði orð í belg og sagði hann meðal annars:

„Við sem höldum með Ís­landi eigum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. Saga Ís­lands snýst ekki um stöðuga varnar­bar­áttu gegn er­­lendri á­­sælni.“

Í aug­­lýsingunni og nýja merkinu er á­hersla lögð á land­vættirnar fjórar; grið­ungur, gammur, dreki og berg­risi sem sagðar eru hinar full­komnu tákn­­myndir fyrir lands­lið Ís­lands. Land­vættirnar eru meðal annars sagðar hafa brotið inn­rásir á bak aftur.

Illugi birti af­rit af tölvu­pósti sínum til Guðna á Face­book-síðu sinni nú í há­deginu þar sem hann segir það al­rangt að Ís­lendingar hafi þurft að verjast með vopnum er­lendri á­sælni. Póst Illuga má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Sæll Guðni.

Mikið þykir mér ó­endan­lega sorg­legt að horfa á þetta mynd­band ykkar, sem á að vera kynning á nýju merki. Ekki er nóg með að þar er ýtt undir hálf­fasíska en al­ranga sögu­skoðun um að Ís­lendingar hafi sí­fellt þurft að verjast (með vopnum!) er­lendri á­sælni, heldur er því þar mark­visst gefið undir fótinn að sam­staða Ís­lendinga felist í að verjast út­lendingum. Í þröngum skilningi á það kannski við á fót­bolta­vellinum, en finnst þér í al­vöru að þetta sé það hugar­far sem KSÍ eigi að ýta undir? Og eiga að­fluttir Ís­lendingar - hvort heldur þeir eru ættaðir frá Pól­landi, Asíu, Afríku­löndum eða hvað sem er - eiga þeir að finna til ein­hvers stolts við að horfa á þetta víkinga­rúnk? - þú af­sakar orða­lagið.

Alveg fyrir utan að textinn í þessum ó­sköpunum er ekki bara "rangur", heldur er hann flat­neskju­legur og illa skrifaður og illa lesinn. Þetta er bara ein­hvern veginn allt fyrir neðan ykkar - og þar með okkar! - virðingu.

Nú sé ég í um­ræðum á netinu að sumum finnst þetta flott. Þá það. Hafi það verið mark­miðið hjá ykkur með þessu mynd­bandi að skapa sundrungu og deilur um lands­liðið, þá hefur það vissu­lega tekist. Per­sónu­lega ætti ég mjög erfitt með að fara á völlinn ef ég teldi að hugar­farið, sem birtist í þessu mynd­bandi, væri það sem réði ríkjum innan KSÍ. Og alla vega - ykkur hefði mátt vera ljóst - bara af því að lesa drög að þessari furðu­smíð - að þetta myndi vekja and­úð og jafn­vel ógeð stórs hluta þjóðarinnar. Að þið skuluð EKKI hafa fattað það, finnst mér því miður lýsa al­gjöru dóm­greindar­leysi þarna innan dyra hjá ykkur.“

Ég sendi Guðna Bergssyni formanni KSÍ þennan póst rétt áðan: „Sæll Guðni. Mikið þykir mér óendanlega sorglegt að horfa...

Posted by Illugi Jökulsson on Fimmtudagur, 2. júlí 2020