Illugi: Er það til­viljun að söku­dólgurinn er nánast alltaf Sjálf­stæðis­maður?

„Finnst ykkur ekki svo­lítið merki­legt að í 90 prósentum ís­lenskra skandala í pólitík — mála sem leiða í ljós spillingu, klúður, van­hæfni, hroka, yfir­gang, yfir­læti, fúst og yfir­dreps­skap — þá reynist söku­dólgurinn hafa verið Sjálf­stæðis­maður?“

Þessari spurningu varpar Illugi Jökuls­son, rit­höfundur og sam­fé­lags­rýnir, fram á Face­book-síðu sinni.

Illugi deilir þar frétt RÚV frá því í dag þar sem fram kom að Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hafi ekki skráð sam­skipti sín við Höllu Berg­þóru Björns­dóttur, lög­reglu­stjóra á höfuð­borgar­svæðinu, á að­fanga­dag.

Eins og greint var frá á dögunum hringdi Ás­laug Arna í Höllu í tví­gang eftir að greint var frá því í dag­bók lög­reglu að ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands hefði verið við­staddur gleð­skap þar sem grunur var um sótt­varna­brot. Um­ræddur ráð­herra var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

Í frétt RÚV kemur fram að lögum sam­kvæmt þurfi að færa skrá um form­leg sam­skipti og fundi ef þau teljast mikil­væg. Málið hefur valdið nokkrum titringi og hefur verið látið að því liggja að Ás­laug Arna hafi haft ó­eðli­leg af­skipti af máli sem væri í rann­sókn hjá lög­reglu.

Illugi segir að það sé löngu orðið „sjálf­stætt þjóð­þrifa­mál“ að losna við Sjálf­stæðis­flokkinn. „Kaupum okkur frið frá spillingu í­haldsins og hroka ríku kallanna og þjóna þeirra með at­kvæði okkar í næstu kosningum.“