Íbúi í Vesturbæ var að ganga heim og svo gerðist þetta: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, er þetta grín?“

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, er þetta grín? Risavaxnir eldsneytishákar með skærblá ljós akandi innan um gangandi á göngugötum. Og sitjandi svo með tækin í lausagangi án sjáanlegs neyðartilfellis,“ skrifar Arnar nokkur íbúi í miðbæ Reykjavíkur á Facebook hóp hverfisins.

Hann segist hafa verið að rölta heim úr bíó og haft sérsveitarbíl, eða ferlíkið eins og hann kallar sig fyrir framan sig allan tímann. Fréttablaðið greinir frá því að lögregla verði aftur með aukinn viðbúnað um helgina.

„Ég man þegar sýnileg löggæsla fólst í gangandi lögregluþjónum sem heilsuðu gestum og gangandi,“ segir gáttaður Arnar.

„Þessi framkoma minnir því miður meira á virka þátttöku í gengjaátökum en tilraun til að skapa öryggistilfinningu ĥjá vegfarendum og íbúum.“