Íbúar fengu SMS í gær um að færa bílana: Svona var staðan rétt fyrir klukkan 9 í morgun

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir athyglisverðar myndir úr miðbæ Reykjavíkur á Facebook-síðu sinni í morgun.

Helga Vala segir að íbúar hafi fengið SMS í gær um að færa bílana sína frá klukkan 8 þar sem sópa á göturnar í dag. Eins og sést glögglega á myndunum höfðu sárafáir íbúar fyrir því að færa bílana sína.

„Ég er aðeins að velta fyrir mér hvort það þurfi að beita sömu úrræðum og víðast hvar erlendis, að hreinlega sekta þau ökutæki sem ekki virða þessi tilmæli. Viljum við ekki hreinar götur? Hvernig eigum við að gera þetta?“

Helga tekur fram að hún hafi sjálf lagt bílnum sínum í götu í nágrenninu sem er ekki sópuð í dag. Einn bendir á að það ætti ekki að vera mikið mál að færa ökutækin þar sem aðeins er sópað einu sinni á ári.

„Já, en ef það er ekki gert en samt kvartað yfir skítugum götum... hvað er þá hægt að gera,“ spyr Helga Vala á móti.