Í dag er Bleiki dagurinn

16. október 2020
12:19
Fréttir & pistlar

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning landsmanna og samstöðu. Bleika slaufan er árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Á bleika deginum er hægt að gera heilmargt til að taka þátt, það þarf ekki að vera flókið eða dýrt. Til dæmis er hægt að skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir ef hægt er. Það má gera það að degi til eða stilla upp huggulegu kvöldkaffi. Enn fremur er hægt að koma vinum og vandamönnum á óvart og skilja eftir ljúffengt og bleikt fyrir utan híbýli þeirra. Fátt gleður meira en að geta komið sínum nánustu óvart. Einnig er tilvalið að klæðast einhverju bleiku í tilefni dagsins eða hreinlega setja eitthvað bleikt á borðið. Bleik blóm lífga uppá tilveruna og hvaðeina sem fólki dettur í hug að gera.

Bleiku snúðarnir hennar Berglindi Hreiðars.jpg

Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari bakaði þessa gómsætu Bleiku Cinnabon snúða.

Undanfarin ár hafa heimili og vinnustaðir hafa verið dugleg við að smella einhverju góðgæti í ofninn og skreyta í tilefni dagsins og um helgina enda er bleikur október. Sé tíminn naumur má líka leita til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem leggja Bleiku slaufunni lið með bleiku góðgæti. Má þar nefna Sæta syndir sem baka bleika köku í boði merkta átakinu sem og bollakökur.

Kökur Sætar syndir 3.jpg

Þessar girnilegu kökur fást hjá Sætum syndum, bleikt í forgrunni.

„Við hjá Sætum Syndum tökum að sjálfsögðu þátt í bleika deginum og erum með sérstaka köku og bollakökur merktar átakinu með
slaufu og 20% af sölu þeirra fer til Bleiku slaufunnar. Það er trúlega gaman að sjá hversu vel fyrirtæki, skólar og einstaklingar eru búin að bregðast vel við þessu framtaki. Við erum búin að vera afhenda mörg hundruð bollakökur til þessa aðila í morgun og bjóðum við upp á einstaklingspakkaðar bollakökur sem er tilvalið fyrir fyrirtæki á þessum tímum til að koma í veg fyrir sameiginlega snertifleti og það allt,“ segir Eva María Hallgrímsdóttir stofnandi og eigandi að Sætum syndum

Bleikur Sætar syndir.jpg

Mikið augnakonfekt þessar kökur toppaðar með bleikri rós frá Sætum syndum.

Hér má sjá lista yfir fyrirtæki sem taka þátt í átakinu:

  • Sætar syndir baka bleika köku í boði merkta átakinu sem og bollakökur en 20% af andvirði þeirra mun renna til Bleiku slaufunnar.
  • Hérastubbur bakarí í Grindavík er með úrval af góðgæti í tilefni dagsins og hluti af sölu Bleika dagsins rennur til Bleiku slaufunnar.
  • 17 sortir taka þátt í Bleika deginum eins og stór hluti landsmanna. 10% af söluverði bleikra bollakaka renna til Bleiku slaufunnar.
  • Kaffitár láta allan ágóða af bleikum drykk renna til félagsins í október.
  • Reykjavík Asian styrkir Bleiku slaufuna um 15% af andvirði bleikra sushi bakka.
  • Matarmenn láta 10% af heildarsölu á matarmenn.is í október renna til átaksins.
  • Ísbúð Huppu styrkir Bleiku slaufuna um allan ágóða af bleikum hindberjaref.
  • Fiskbúð Reykjaness styrkir Bleiku slaufuna um allan ágóða af bleikum fiskréttum á Bleika daginn 16. október.

Krabbameinsfélagið hvetur jafnframt alla til að senda sér skemmtilegar, bleikar myndir af sér, fjölskyldunni, vinum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum birta þær hjá á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Ef þið takið þátt munið þá að merkja myndirnar #bleikaslaufan