„Hvers vegna var málið þaggað niður svona lengi?“

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, rit­stjóri Kvenna­blaðsins, spyr Heiðu Björg Hilmis­dóttur, vara­for­mann Sam­fylkingarinnar á face­book í dag um af hverju svo­kallað „nudda­t­viki“ Helga Hjör­vars fyrr­verandi þing­manns Sam­fylkingar hafi verið þaggað niður svona lengi.

At­vikið átti sér stað á ráð­stefnu Norður­landa­ráðs í Helsinki árið 2012 en finnsk kona hefur sakað Helga Hjör­var um að hafa leitast eftir kyn­ferðis­legu sam­neyti við sig með ó­sæmi­legri hegðun. Á­sakanirnar rötuðu síðan inn á borð stjórnar Sam­fylkingarinnar og öllu miklum titringi innan flokksins.

Helgi var for­maður Ís­lands­deildar ráðsins á þessum tíma en hafði tveimur árum áður gegnt em­bætti for­seta Norður­landa­ráðs.

Steinunn Ýr Einars­dóttir, for­maður kvenna­hreyfingar Sam­fylkingarinnar steig ný­lega fram á spjall­vett­vangi flokksins og sagði flokkinn eiga ó­upp­gerðar sakir við kyn­ferðis­brota­mál sem hafa komið upp inn Sam­fylkingarinnar.

Steinunn Ó­lína vísar í frétt Vísis með færslu sinni þar sem þessar upp­lýsingar koma fram en þar rifjar Steinunn Ýr upp þegar hún endaði á sama lista á Helgi Hjör­var, sem hafði þá verið á­sakaður um al­var­lega kyn­ferðis­lega á­reitni. Steinunn Ýr segist varla geta lýst því hversu ó­þægi­legt hafi verið að vita af því og geta ekkert gert: „Hann neitaði að víkja.“

Þegar at­vikið í Helsinki átti sér stað var Heiða Björg for­maður kvenna­hreyfingar Sam­fylkingar og spyr því Steinunn Ó­lína á Face­book í dag: „Hvers vegna var málið þaggað niður svo lengi?“

Nafna mín Steinunn Ýr rifjar upp þetta gamla mál um Helga Hjörvar sem dæmi um grasserandi kvenfyrirlitningu innan...

Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Sunnudagur, 24. janúar 2021