Víglundur Þorsteinsson skrifar

Hverjum eru breytingar til frjálsræðis að þakka?

27. desember 2016
17:15
Fréttir & pistlar

Nokkurar umræður urðu til í spjallhópi í framhaldi af pistli á Hringbraut um Hönnu Birnu og hennar hugsanlegu endurkomu eða  “ afturgöngu í pólitík “ eins og pistillinn orðaði það.

 

Í því samhengi komu til umræður ýmsar “ afturgöngur “ í íslenskri pólitík þar á meðal ein sú langlífasta um Sjálfstæðisflokkinn og frjálshyggjuna. Af því tilefni voru neðangreind orð skráð.

 

Ég  sagði í fyrri pósti að afturgöngur væru oft  óvigar og vitnaði til íslenskra þjóðsagna þar um ! Ein sú óvigasta er sagan um frjálshyggjuna og Sjálfstæðisflokkinn !  Frjálshyggjuna sem aldrei varð að neinu til breytinga þó klisjan þar um lifi góðu lífi.

 

Í þeirri umræðu hefur aldrei náðst að greina og fjalla um  hver þessi meinta frjálhyggja var.Staðreyndin er  sú að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekkert með þær  breytingar til frjálsræðis sem hér hafa orðið einn og sér .

Allar þessar breytingar voru knúnar fram af samtökum atvinnulífsins og byrjuðu þær að ná fram  hægt og bítandi ein og ein á níunda áratugnum og verður nú gerð tilraun til að rifja upp. ( Hér læt ég hjá líða að fjalla um viðreisnarárin og þær haftaafléttingar sem þá fengu framgang )vert er þó að muna eftir þeim í þessu samhengi, þær breytingar stóðu í beinu samhengi við umræður í lok 6 áratugarins og byrjun þess 7 um hugsanlega aðild að Evrópusambandi þess tíma eða inngöngu í EFTA. Þær breytingar urðu stöðnun og óðaverðbólgu að bráð á árunum eftir 1971 fram til 1983 . Á þeim tíma var öll umræðan hér á landi umræða um verðbólgu og viðnám gegn verðbólgu og hinar geigvænlegu afleiðingar hennar . Væri það verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga og hagfræðinga að fjalla vandlega um það tímabil og áhrif þess á íslenskt samfélag.

 

Ég byrja hinsvegar þessa upprifjun í upphafi 9 unda áratugarins þegar verðbólgan var að verða búin að brenna allt upp á Íslandi. Þá var orðið brýnt að breyta um stefnu á ýmsum sviðum.

 

1. Fyrst fóru verðlagsákvæðin  um 1980 að frumkvæði FÍI að undangengnu samráði við  ASÍ  ( ÁSMUND BJÖRN ÞÓRHALLS  og JAKANN ) .

 

2. Næst urðu nokkurar breytingar á gjaldeyrismálum / höftum á 9 unda áratugnum svo sem að Svavar Gestsson  viðskiptaráðherra heimilaði atvinnulífinu notkun kreditkorta í útlöndum

eftir að “ góðir menn “ höfðu útskýrt fyrir honum að að þannig yrði betur haldið utan um  notkun viðskiptamanna á erlendum gjaldeyri í útlöndum.

 

Í framhaldinu í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar  eftir 1983 urðu nokkurar frekari rýmkanir haftanna svo sem um möguleika atvinnulífs til aðgangs að erlendum lánum ( án leyfis langlánanefndar man einhver eftir henni ? ).  Sitthvað fleira smálegt fylgdi þessu nefndarstarfi  en stærsta breytingin þá var afnám á takmörkunum íslendinga til að flytja eigur sínar úr landi við brottflutning.Takmörkunin sem þá var í gildi nam 300 þúsundum á ári . Þessar breytingar voru unnar í nefnd undir forystu Davíðs Ólafssonar seðlabankastjóra sem við sátum í nokkurir ungir forystumenn í atvinnulífinu ásamt fulltrúa SÍS og embættismönnum

 

Ég man ávallt viðbrögð Björns Tryggvasonar ritara nefndarinnar þegar hún samþykkti afnám þessara hafta án takmarkana  hann tók ofan gleraugun og sagði “ Seðlabankastjóri ætli þér að láta þessa stráka setja landið á hausinn “ Ári síðar var lögð skilagrein fyrir þessa sömu nefnd sem sýndi að miklu meiri peningar komu inn í landið en fóru út og var það í samræmi við það sem við höfðum sagt að íslendingar ættu miklar gjaldeyriseignir í útlöndum sem ekki kæmu heim vegna haftanna.

 

3. Næsta STÓRA breytingin var inngangan í EES þar voru í fararbroddi FÍI og Jón Baldvin.  Sjálfstæðisflokkurinn lét tilleiðast og hálfur Framsóknarflokkurinn, þá hurfu höftin að stóru leyti en þó ekki að fullu fyrr enn um aldamótin þegar flotkrónan fæddist með peningastefnu Más og félaga og verðbólgumarkmiðið og vaxtastefna urðu undirstaða peningastjórnunarinnar með skelfilegum afleiðingum  ( sem færi vel á að fjalla betur um )

 

4. “  Það bar svo við um þær mundir  “ að bankarnir voru einkavæddir og fundu fljótt ný tækifæri til sóknar / útrásar á erlenda peningamarkaði með afleiðingum sem öllum eiga að vera í fersku minni

allt óháð frjálshyggjunni hans Hannesar Hólmsteins .

 

Hér voru það innlendir aðilar svo sem nýstofanað FME og Seðlabankinn ( Davíð var ekki orðinn stjóri þá ) sem sváfu á verðinum og sinntu í engu

harðri gagnrýni atvinnulífsins á vaxtastefnuna. Á engan er hallað þar þótt ég segi að við Einar Oddur heitinn bárum þá gagnrýni harðast fram ásamt fleirum.

 

5 . Fall bankanna í framhaldi af ótæpilegri sókn á erlenda lánamarkaði voru bein afleiðing þeirrar stefnu sem magnaði sókn í erlent lánsfé og síðan lokun erlendra lánamarkaða gagnvart öllum ekki bara Íslandi.

Í þessu heildarsamhengi er vert að muna að fyrsti einkavæðingarráðherrann var Finnur Ingólfsson sem seldi FBA sællar minningar. En það er trú mín að þessi einkavæðing og hinar síðari Landsbankans og Búnaðarbankans

hafi verið helstu birtingarmyndir falskenninganna um frjálshyggju.

 

6. Þegar staða Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi td. við hin EES löndin kemur í ljós að við erum því miður með langtum umfangsmeiri opinberan rekstur á fjölmörgum sviðum en þau lönd og væri þörf á að við hæfum

leik á ný við að gera Ísland frjálsara og samkeppnishæfara en það er í dag. Svo við fáum staðist samanburð við okkar helstu samkeppnislönd í framtíðinni.

 

Það er hinsvegar því miður svo að “ frjálshyggjuvofan sem kennd er við HHG og  Eimreiðarhópinn “ hefur dugað til að festa Ísland í opinberu stjórnlyndis og haftakerfi  ( Sovétum ) opinbers eftirlitsiðnaðar

og íhlutun stjórnmálamanna  ( oft án fullnægjandi lagaheimilda  ) sbr. síðustu sögur af gjaldeyriseftirliti Más og Haftabjargar. Það sama á við um endurreisn bankakerfisins hjá SJS

 

Þegar þessi mál eru skoðuð í samhengi er það niðurstaðan að Eimreiðarhópurinn og HHG höfðu engan árangur í þessari vegferð þau  samtök voru ekki annað en almennur umræðuklúbbur .

Þar voru hin fjölmörgu  samtök atvinnulífsins í fararbroddi og ruddu braut nauðsynlegra lágmarkasbreytinga til að bæta samkeppnishæfni landsins.

 

Það væri falleg og skemmtileg tilhugsun ef þau samtök myndu hefja merkið upp á ný og taka til hendinni við nauðsynlegar frjálsræðisbreytingar.Í því samhengi er rétt að minna á að þar verða sérsamtökin að leiða vegferðina út frá mismunandi hagsmunum hvers og eins . SA dugir ekki til því. Þau samtök verða ávallt eðlisins vegna þannig að þau ná aðeins saman um lægsta samnefnara í hverju máli. ( Ef til vill eigum við eftir að rýna það hvaða áhrif það hafði fyrir og eftir hrun að hafa bankana innan vettvangs SA.)

 

Eitt afturgengið baráttumál FÍI er auðlindaskattur sem skilgreindur var í þá daga til að verja aðrar atvinnugreinar gegn ruðningsáhrifum sjávarútvegsins í miklum vexti  á ýmsum tímum með ókeypis auðlindaaðgang.

Það hefur nú bæst við vegna uppgangs í ferðaiðnaði að sjálfur sjávarútvegurinn ( að ógleymdum ferðaiðnaðinum sjálfum ) er orðinn fórnarlambið í þessum efnum vegna stjórnlausrar gengisstyrkingar og vaxtar í ferðaiðnaði ma. vegna ókeypis og niðurgreidds aðgang að auðlindum. Þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem nú  “ ganga aftur “ og kalla á úrlausn samhliða endurskoðun peningastefnunnar margnefndu sem enn einu sinni er byrjuð að brenna landið undir fótum okkar.

 

Skilaboðin eru einföld frá mínum bæjardyrum séð :

 

Stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki leitt breytingar til frjálsræðis á Íslandi . Frá því höftin voru sett á hér í kreppubyrjun fyrir 85 árum  eru allar breytingar sem fram hafa gengið

unnar að frumkvæði samtaka í atvinnulífinu oft með atbeina og stuðningi verkalýðshreyfingar  td. á miðjum sjöunda og miðjum 9 unda áratugnum. Sá stuðningur kom til þegar ASÍ var orðið hrætt um að höft og verðbólguóáran myndu leggja innlendan iðnað og þjónustugreinar að velli. Stjórnmálamenn eru hinsvegar eðlilega verkfæri í lýðræðislegri umræðu til að hrinda fram breytingum eftir að umræðan hefur rutt þeim braut.

 

Eimreiðarhópurinn HHG og frjálshyggjan eru hinsvegar þær  “ afturgöngur “ sem notaðar hafa verið af vinstri mönnum og sakleysingjum  til að halda ÍSLANDI  í höftum. Halda aftur af eðlilegri þróun og aðlögun okkar að alþjóðlegri samkeppni svo við getum keppt í því langhlaupi við aðrar þjóðir sem allt okkar efnahagslífi byggir á.

 

“ Ömmarnir “  á hverjum tíma sjá til þess  að herða þær hnappheldur svo lengi sem þeir fá að gera það óáreittir. Þeir hafa það eitt markmið að fjölga sem mest félagsmönnum í BSRB og BHM með ríkistryggðan FRAMFÆSRLURÉTT OG LÍFEYRI samanber umræðuna nú fyrir jól um að opinberir starfsmenn skyldu halda sínum forréttindum í lífeyrismálum á kostnað annarra launþega í framtíðinni.

 

Það verður hlutverk samtaka á vettvangi atvinnulífsins hér eftir sem hingað til að glíma við  “ afturgöngurnar og Ömmana “. Þrátt fyrir að afturgöngur séu taldar illvígar þurfa þær ekki að vera óvígar ef rétt er að málum staðið.

Það segja þjóðsögurnar okkur í frásögnum af hugsandi góðum mönnum sem höfðu það lag að kunna að sjá við þeim.

 

 

Gleðilega hátíð.

 

Hver veit nema viðreist björt framtíð bíði okkar á nýju ári.

 

V Þ