Hundasmyglmál á borði lögreglu - Ákveðnar tegundir taldar hættulegar

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á hugsanlegu smygli á hundi til landsins. Þá fer stofnunin einnig fram á rannsókn á hvatningu til ólöglegs innflutnings á hundum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, sagði í samtali við Fréttablaðið.is að mjög takmarkaðar upplýsingar hægt að gefa upp um málið að svo stöddu. Engin sambærileg mál hafi komið upp nýlega.

Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, sagði í viðtalií fyrra að skortur sé á hundum í landinu og færri fá en vilja.

Samkvæmt upplýsingum á vef MAST má gera ráð fyrir undirbúningur vegna innflutnings hunda til Íslands taki frá nokkrum vikum til allt að 6 mánaða. Eingöngu er heimilt að flytja hund til íslands frá viðurkenndu útflutningslandi. Þá er bannað að flytja inn ákveðnar tegundir sem þekktar eru fyrir að vera árásargjarnar og blendinga af úlfum.

Nýlega synjaði MAST innflutningi á hundi af tegundinni Pit Bull Terrier. At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið hef­ur staðfesti ákvörðunina í byrjun þessa mánaðar. Bannað er að flytja inn þá tegund.