„Hún er alveg viss um að hún muni deyja án þess að komast í matar­boð"

Margir eru orðnir langþeyttir á ástandinu í samfélaginu vegna veirunnar skæðu. Starfsmaður á Hrafnistu hvetur fólk til að setja stóru hlutina í samhengi, eldra fólk hefur margt ekki farið út úr húsi síðan í sumar.

„Á mjög erfitt með að þegja. Ég er að vinna á Hrafnistu og þar átti ég samtal við eina gamla konu sem yndisleg. Hún hefur hinsvegar ekki fengið að fara útúr húsi síðan í enda júlí. Bara setið hjá okkur starfsmönnunum inni. Hún kvartar aldrei en í kvöld fór hún að gráta því hún er alveg viss um að hún muni deyja án þess að komast í matarboð (uppáhaldið hennar) aftur, skrifar Ágústa Klara, starfsmaður á Hrafnistu, á Twitter.

„Settu stóru hlutina í samhengi og hugsaðu út í hvað þú ert þó heppinn að geta knúsað og hitt fólkið þitt."

Fleiri fréttir