Hulunni svipt af einum draumagarðinum með öllu

Í vor í þættinum Matur og Heimili fór Sjöfn Þórðar í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekt hjá Urban Beat og framkvæmdin á verkinu í höndum Garðaþjónustunnar. Allir garðarnir þrír eru draumagarðar eigenda sinna og það má með sanni segja að enginn sé betur til þess fallinn að hanna draumagarðinn í samráði við eigendur enn einmitt Björn. Nú er komið að því að sýna afrakstur sumarsins á draumagarðinum númer tvö í röðinni og hittir Sjöfn, þá félaga, Björn landslagsarkitekt og Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni í garðinum og fær að sjá útkomuna.

M&H Draumagarðurinn 2 .jpg

Sjöfn Þórðar ásamt þeim félögum Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt og Herðu Lútherssyni verkstjóra í garðinum.

Í hönnuninni og framkvæmdinni er komið til móts við óskir eigenda um stækkun á heimili út í garð, auka nýtinguna og bjóða uppá fjölbreytta útiveru, þar sem skjólveggir eru til mynda með gleri þannig að útsýni innan garðs og utan njóti sín til fullnustu. Tröppur til að setjast í og fegra með fallegum blómakerum og úthugsaða staðsetningu fyrir útieldhús og grill. „Hér er fagurfræðin og notagildið í góðu jafnvægi og svæðin kringum allt húsið hafa hlutverk,“segir Björn og er alsæll með útkomuna á verkinu. „Okkur tókst að leysa öll verkefni vel að hendi í þessum garði og með því að fá Björn á staðinn vikulega gátum við strax tekið á öllum vafaatriðum og fundið bestu leiðirnar til að leysa óvæntar áskoranir,“segir Hörður sem er ánægður með árangursríkt samstarf við hönnuðinn og eigendur við framkvæmdina á garðinum. Svo er nóg rými til að blása til heljarinnar garðveislu með öllu.

Missið ekki af áhugaverðri heimsókn í einn af draumagörðunum í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

M&H Draumagarðurinn 4 .jpg