Hringt í sjúk­linga með CO­VID-19 hér á landi og þeir látnir heyra það

3. júlí 2020
12:57
Fréttir & pistlar

„Við höfum verið að fá á­bendingar um að fólk sem er í ein­angrun hafi verið að verða fyrir ó­næði. Fá sím­hringingar og skila­boð frá fólki sem finnur sig knúið til að skamma fólk. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Rögn­valdur Ólafs­son, deildar­stjóri hjá Al­manna­vörnum.

Í há­degis­fréttum RÚV sagði Rögn­valdur að þess séu dæmi að ein­staklingar með CO­VID-19 hafi orðið fyrir smánun og skömmum eftir að hafa veikst.

„Það er enginn að leika sér að því að veikjast og hvað þá að smita aðra. Allir hafa verið að fylgja þeim leið­beiningum sem hafa verið í gildi og jafn­vel um­fram það,“ segir hann og bætir við að þetta sé eitt­hvað sem enginn vilji sjá. Það geti verið leiðin­legt að sjá að fólk fái þetta ofan í að vera glíma við eigin veikindi.

Fimm smit greindust hér á landi í gær; tvö við landa­mæra­skimun og þrjú hér innan­lands. Ekki eru komnar niður­stöður úr mót­efna­mælingum og eru allir þeir sem greindust já­kvæðir nú í ein­angrun. Nú eru þrettán virk smit á landinu og alls 438 manns í sótt­kví.