Hrannar og dóttir hans hefðu getað verið í verslunarmiðstöðinni á sama tíma og árásin

Það munaði gríðarlega litlu á að Hrannar Haf­steins­son og dóttir hans hefðu verið í verslunarmiðstöðinni Field‘s á sama tíma og skotárás átti sér stað þar.

„Við fórum í Field‘s í há­deginu og ætluðum aftur þangað að borða um hálfsex leytið, en okkur seinkaði að­eins,“ segir Hrannar í samtali við Fréttablaðið.

Þau eru stödd í Kaup­manna­höfn vegna þess að þau áttu miða á tón­leika með stór­stjörnunni Harry Sty­les á Royal Arena leik­vanginum, sem er í næsta húsi við verslunar­mið­stöðina.

Fram kemur í frétt Fréttablaðisns að engu hafi á því að þau væru í verslunar­mið­stöðinni á sama tíma og maðurinn hóf skotárásina.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.