Hrafn Jökuls­son berst við krabba­mein: „Svo ég fer beint í úr­slita­leikinn“

Rit­höfundurinn Hrafn Jökuls­son greinir frá því á Face­book síðu sinni að hann berst við æxli í hálsi. Hrafn segir að um flögu­þekju­krabba­mein sé að ræða og að það sé komið á 4. stig, B – sem er hæsta mögu­lega stigið.

„4. stig C er ekki til – svo ég fer beint í úr­slita­leikinn,“ skrifar Hrafn.

Hann segir að fram undan sé lyfja- og geisla­með­ferð til að halda krabba­meininu í skefjum. Hrafn kallar æxlið Surtlu og „litla skrímslið.“

Þrátt fyrir að bata­líkur séu hverfandi segist hann vera þakk­látur fyrir að fá tæki­færi til að berjast við „Surtlu.“

„Ég bað Skapara minn fyrir löngu að láta ekki dauðann koma eins og þjóf að nóttu – fyrst skyldum við stíga saman dans,“ segir Hrafn.

Sjá má færslu Hrafns á Facebook hér að neðan.

Mynd/Skjáskot